Gildistökudagur: 21. ágúst 2024
Samantekt á breytingum
Þessari samantekt er ætlað að hjálpa þér að skilja betur nýlegar breytingarnar á persónuverndaryfirlýsingu Ancestry og hvernig breytingarnar geta haft áhrif á þig. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndaryfirlýsinguna í heild sinni, sem og skilmálana.
Nýlegustu breytingarnar:
- Við uppfærðum tilvísanir í endurnefnda eiginleika.
- Við skýrðum að allt sem þú setur inn í gagnvirkt tól innan þjónustu okkar er efnið þitt.
- Við uppfærðum endurnýjunar- og uppsagnarskilmála okkar til að endurspegla nýtt prufu- og áskriftarframboð.
- Við bættum við texta til að skýra skilmála varðandi notkun þína á þjónustunni.
Hjá Ancestry er friðhelgi einkalífsins í forgangi. Ancestry hefur einsett sér að hafa góða umsjón með persónuupplýsingum þínum (skilgreint hér að neðan), meðhöndla þær á ábyrgan hátt og tryggja öryggi þeirra í gegnum stjórnunarferla og tæknilegar, skipulagslegar og efnislegar verndarráðstafanir.
Við trúum á nauðsyn þess að koma fram af heiðarleika, hreinskilni og gagnsæi þegar kemur að gögnunum þínum. Að þessu leiti fylgir Ancestry þremur meginreglum:
- Gagnsæi. Við vinnum hörðum höndum að því að vera gagnsæ varðandi þær persónuupplýsingar sem við söfnum og vinnum;
- Einfaldleiki. Við reynum að nota auðskiljanlegt orðalag til að lýsa persónuverndarverklagi okkar, svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir; og
- Stjórn. Við leyfum þér að stjórna því hvaða persónuupplýsingar þú veitir okkur, þ.m.t. DNA-gögnin þín (eins og þær eru skilgreindar hér að neðan), auk þess getur þú stýrt hvernig við notum gögnin, miðlum þeim og geymum þau.
Þegar þú notar þjónustu okkar
Þú hefur áfram stjórn á þínum lífsýnum og DNA-gögnum og þú getur stýrt þeim og eytt þeim samkvæmt því sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Þú gætir uppgötvað óvæntar staðreyndir um sjálfa(n) þig eða fjölskyldu þína þegar þú notar þjónustuna okkar. Þegar greint hefur verið frá slíkum uppgötvunum þá getum við ekki afturkallað þær.
Þessi persónuverndaryfirlýsing nær yfir Ancestry vefsíður, þjónustur og farforrit sem tengjast þessari persónuverndaryfirlýsingu, þ.m.t. Ancestry®; AncestryDNA®; Fold3®; Newspapers.com™; Archives®; We Remember®; Forces War Records™; og Find a Grave®. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu vísum við til þessara vefsíða og þjónustu og farsímaforrita með einu orði sem „Ancestry“.
Viðskipavinir í Bandaríkjunum. Aukalega rpersónuverndaryfirlýsingin fyrir íbúa í Bandaríkjunum og persónuverndarstefnan fyrir heilbrigðisgögn neytenda innihalda frekari upplýsingar fyrir íbúa Bandaríkjanna í tilteknum ríkjum, eins og nánar er lýst hér að neðan.
Viðskiptavinir utan Bandaríkjanna. Ancestry Ireland Unlimited Company er ábyrgðaraðili gagna þinna og kafli 8 hér að neðan inniheldur upplýsingar um réttindi þín.
Efnisyfirlit
Til að bjóða upp á og bæta vefsíður, farforrit og þjónustur (sameiginlega „þjónustan“), söfnum við, geymum og vinnum á annan hátt „persónuupplýsingar“, sem eru upplýsingar sem nota má til að bera kennsl á þig með beinum eða óbeinum hætti, eins og nánar er lýst í kafla 3. Persónuupplýsingar eru t.d. nafn þitt, heimilisfang, netfang eða upplýsingar sem hægt er að tengja við þig, þ.m.t.erfðafræðilegar upplýsingar um þig. Upplýsingar um látna einstaklinga teljast ekki sem persónuupplýsingar samkvæmt þessari persónuverndaryfirlýsingu. Þessi persónuverndaryfirlýsing lýsir starfsháttum okkar við söfnun sem og geymslu og vinnslu persónuupplýsinga þinna og þær stýringar sem við veitum þér aðgang að til að hafa umsjón með persónuupplýsingum þínum innan þjónustunnar okkar þ.m.t. rétt til að mótmæla ákveðnum tegundum vinnslu. Þessi persónuverndaryfirlýsing inniheldur vafrakökustefnu okkar, sem lýsir notkun okkar á vafrakökum og svipaðri rakningartækni.
2. Stofnun reiknings og notkun á þín á þjónustunni
Þegar þú stofnar Ancestry reikning munum við safna, vinna úr og miðla persónuupplýsingum þínum (þ.m.t. erfðafræðilegum upplýsingum ef þú hefur tekið AncestryDNA próf eða hlaðið upp DNA-gögnum þínum) eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu.
3. Hvaða persónuupplýsingum safnar Ancestry frá þér?
Þær persónuupplýsingar sem við fáum afhentar og söfnum frá þér fara eftir því hvernig þú notar þjónustuna, og er þessum flokkum upplýsinga lýst hér að neðan. Við þörfnumst ákveðinna upplýsinga til að veita þér þjónustuna í samræmi við skilmála Ancestry en án þeirra munum við ekki geta veitt þér þjónustuna.
Upplýsingaflokkur | Lýsing |
---|---|
Reikningsupplýsingar |
|
Kreditkorta-/greiðsluupplýsingar | Greiðslu- og rukkunarupplýsingar, svo sem kreditkortanúmerið þitt og rukkunar- og sendingarheimilisfangið þitt, þegar skráir þig í ókeypis prufuáskrift eða framkvæmir kaup svo sem kaup á Ancestry-áskrift eða AncestryDNA-prófunarbúnaði. |
Upplýsingar um AncestryDNA skráningu | Þegar þú skráir AncestryDNA-prófunarbúnað eða hleður upp DNA-gögnum söfnum við:
|
Prófílupplýsingar | Við söfnum þeim upplýsingum sem þú gefur upp þegar þú býrð til notendaprófíl. Á meðal þessara upplýsinga eru prófílmynd, nafn þitt, notendanafn, ævisaga, aldur, staðsetning og tengd notendanöfn á reikningnum. Upplýsingar um Ancestry-notendaprófílinn þinn eru sýnilegar öðrum notendum (eins og það er skilgreint í skilmálunum), þannig að íhugaðu að takmarka þessar upplýsingar og nota notendanafn sem er annað en raunverulegt nafn þitt til að gæta að persónuvernd þinni. |
Efnið þitt | Við söfnum upplýsingum úr efni sem þú leggur fram af fúsum og frjálsum vilja til þjónustunnar, þar á meðal (i) ættartré, (ii) fjölskylduminningar svo sem myndir, hljóð-/myndbandsupptökur og sögur, (iii) skýringar á upptökum, skilaboð og ílag í gagnvirk tól, og (iv) endurgjöf sem veitt er til Ancestry. |
Erfðafræðilegar upplýsingar | Þegar þú tekur AncestryDNA próf tökum við DNA úr sýninu þínu á rannsóknarstofum samstarfsaðila okkar og umbreytum því í tölvutæk DNA-gögn („DNA-gögn“). Sérhver skrá sem inniheldur DNA-gögn þín sem hlaðið er upp frá annarri DNA prófunarþjónustu eru einnig DNA-gögn samkvæmt þessari persónuverndaryfirlýsingu. Við vinnum úr DNA-gögnunum þínum til að veita þér þjóðernismat (ættfeðrasvæði og ferðir ættfeðra). Við vinnum einnig úr DNA-gögnum þínum til að veita þér upplýsingar um tengsl þín við aðra notendur í DNA-gagnagrunni okkar og ákveðin erfðamörk sem tengjast ákveðnum líffræðilegum, lífeðlisfræðilegum, atferlislegum eiginleikum, eða öðrum eiginleikum (svo sem hárþykkt og augnlit) eða eiginleika sem tengjast óskum og vellíðan. Eins og nánar er lýst í kafla 7 geturðu valið að deila einhverjum af þessum upplýsingum með öðrum Ancestry notendum. DNA-gögnin þín og allar upplýsingar sem leiða af þeim, svo sem þjóðernismat (ættfeðrasvæði og ferðir ættfeðra), eiginleikar, erfðafræðileg ættingjasamsvörun, arfgengar DNA-upplýsingar og tengdar upplýsingar eru persónuupplýsingar og er vísað til þeirra sem „erfðafræðilegar upplýsingar“. Sýni þitt og DNA. Hvorki sýni þitt sem þú veitir með AncestryDNA-prófunarbúnaðinum né útdregið DNA-sýni (sameiginlega kallað „lífsýni“) teljast persónuupplýsingar samkvæmt þessari persónuverndaryfirlýsingu. Þú getur samþykkt að láta geyma lífsýni þín í lífsýnabankanum fyrir prófanir í framtíðinni. Prófanir og rannsóknir í framtíðinni gætu farið fram ef þú gefur upplýst samþykki fyrir rannsóknir eða ef þú samþykkir aðrar prófanir á lífsýnum þínum. Ef þú samþykkir ekki að lífsýni þín séu geymd, munum við eyða þeim. Kaflar 8 og 10 lýsa því hvernig þú getur stjórnað lífsýnum þínum. Þú getur beðið um að Ancestry eyði lífsýnunum þínum með því að hafa samband við meðlimaþjónustuna eða með því að eyða Ancestry-reikningnum þínum. Við kunnum að eyða lífsýnum sem uppfylla ekki gæðakröfur okkar, að eigin ákvörðun. |
DNA kannanir | Ef þú samþykkir að svara DNA könnunum munum við safna upplýsingum úr könnunarspurningunum sem þú svarar og nota þær til áframhaldandi þróunar og endurbóta á AncestryDNA eiginleikum, svo sem eiginleikum. Ef þú samþykkir upplýst samþykki okkar til rannsókna gætu svör þín í könnunum einnig verið notuð í rannsóknarskyni. |
Heilsutengdar upplýsingar | Ancestry er ekki aðili sem fellur undir lög um flutning og ábyrgð sjúkratrygginga (e. Health Insurance Portability and Accountability Act, „HIPAA“), og efni frá notanda hvorki lýtur né nýtur verndar HIPAA. |
Samskipti þín | Við hýsum og viðhöldum samskiptum þínum við aðra notendur í gegnum tengiliðavalmöguleikanna á verkvangi okkar. Við söfnum upplýsingum þínum líka þegar þú átt samskipti við þjónustu fyrir meðlimi og stuðningsteymi fyrir aðra þjónustu okkar, þ.m.t. hljóð- og skriflegar upplýsingar (svo sem upptökur af símtölum sem þú átt við þjónustuna fyrir meðlimi, afrit af samtölum við starfsmenn og tölvupóstssamskiptum við þjónustu fyrir meðlimi eða upplýsingar sem þú deilir af fúsum og frjálsum vilja þegar þú tekur þátt í neytendavitundarrannsóknum). |
Keppnir og kynningar | Við söfnum persónuupplýsingum þegar þú tekur sjálfviljug(ur) þátt í keppnum og sérstökum kynningum sem við stöndum fyrir eða styrkjum, en upplýsingar um þær eru veittar þegar þú skráir þig í þær. |
Ljósmyndir úr Find a Grave og ljósmyndasjálfboðaliðar | Í gegnum Find a Grave (finna gröf) söfnum við lýsigögnum sem tengjast stafrænum ljósmyndum sem hlaðið er upp í Find a Grave-þjónustuna, þ.m.t. hvar og hvenær myndin var tekin. Ef þú velur að gerast ljósmyndasjálfboðaliði fyrir Find a Grave, gefur þú okkur upp staðsetningu þína sem þú getur breytt eða fjarlægt hvenær sem er. |
Vernduð flokkun og viðkvæm gögn | Við söfnum upplýsingum sem snúa að ákveðinni verndaðri flokkun, svo sem kyni, kynþætti eða þjóðerni í samræmi við notkun þinni á þjónustunni. Ef þú notar t.d. AncestryDNA þjónustuna munum við nota DNA-gögnin þín til að meta þjóðerni þitt. Mögulega verður hægt að álykta um aðrar viðkvæmar upplýsingar af efninu sem þú leggur þjónustunni til af fúsum og frjálsum vilja. |
Til að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem Ancestry vinnur úr og tengjast notendum sem ekki eru hluti af Ancestry skaltu smella hér.
4. Hvaða upplýsingum safnar Ancestry í gegnum notkun þína á þjónustunni?
Upplýsingaflokkur | Lýsing |
---|---|
Upplýsingar um tölvu og fartæki | Ancestry safnar upplýsingum um hvernig þú nálgast þjónustu okkar, þ.m.t. vefsíðuna sem þú heimsóttir fyrir og eftir síðu Ancestry. Við söfnum einnig IP-tölunni sem tölvan þín, farsími eða staðgengilsþjónninn notar til að fá aðgang að internetinu, auk annarra tæknilegra upplýsinga, svo sem:
Ancestry safnar upplýsingum um landfræðilegar staðsetningar úr tækinu þínu með þínu leyfi. |
Upplýsingar frá vafrakökum og svipaðri tækni | Ancestry notar vafrakökur og svipaða tækni ásamt tæknilegri samþættingu við markaðssetningar- og auglýsingaaðila eins og lýst er í vafrakökustefnu okkar, sem er hluti af þessari persónuverndaryfirlýsingu. Kynntu þér stefnu vafrakökustefnu okkar til að fræðast um reglur okkar og þær stýringar sem við veitum þér aðgang að. |
Upplýsingar sem deilt er í gegnum eiginleika samfélagsmiðla | Ef þú hefur samskipti við samfélagsmiðla í gegnum þjónustuna, til dæmis „Share“, „Post“, „Pin“ eða „Follow Us“ tengla á síður eins og Facebook, X, Pinterest, Instagram og YouTube, mun Ancestry safna þessum samskiptum og þeim notendareikningsupplýsingum sem þessar þjónustur veita okkur, en það er háð persónuverndarstillingum þínum hjá viðkomandi þriðja aðila. Samskipti þín við þessa eiginleika lúta persónuverndaryfirlýsingu viðkomandi þriðja aðila. Þú gætir átt möguleika á að skrá þig inn á þjónustuna með því að nota samfélagsmiðlareikninginn þinn, svo sem Google eða Apple reikning. Þegar þú gefur viðeigandi heimildir munum við fá upplýsingar um þig af samfélagsnetsreikningnum þínum sem Ancestry mun nota til að búa til reikninginn þinn og byggja upp prófílinn þinn, svo sem nafn þitt, netfang og prófílmynd. |
Upplýsingar út frá notkun þinni á þjónustu | Við söfnum upplýsingum um notkun þína á þjónustunni, svo sem þegar þú leitar að eða opnar skrár eða opinber ættartré, hvaða síður þú skoðar, tengla sem þú smellir á eða þegar þú bætir fólki við ættartréð þitt o.s.frv., sem við getum notað til að draga ályktanir um upplýsingar um þig sem viðskiptavin og áhugamál þín til að við getum veitt þér betri upplifun, t.d. að veita þér leitartillögur. |
5. Upplýsingar sem við söfnum frá öðrum aðilum
Upplýsingaflokkur | Notkunarlýsing |
---|---|
Upplýsingar úr opinberum og sögulegum skrám | Ancestry safnar gögnum frá ýmsum aðilum, vanalega úr opinberum heimildum, þ.m.t. dagblöðum, ásamt fæðingar-, giftingar- og dánarvottorð og þjóðskrám sem geta innihaldið persónuupplýsingar sem tengjast þér. Opinberar og sögulegar skrár geta einnig innihaldið persónuupplýsingar sem tengjast notendum sem ekki eru Ancestry. Þessar skrár eru vanalega gerðar aðgengilegar notendum sem hluti af Ancestry áskriftarþjónustunni. |
Upplýsingar frá þriðju aðilum | Við fáum einnig upplýsingar um þig frá þriðju aðilum. Til dæmis bætum við stundum við gögnin sem við söfnum með upplýsingum sem fengnar eru samkvæmt leyfi frá þriðju aðilum til að sérsníða þjónustuna og það sem við bjóðum þér upp á. Ef þú kaupir gjafaáskrift eða AncestryDNA-prófunarbúnað sem gjöf munum við safna persónuupplýsingum, svo sem nafni viðtakanda, sendingarheimilisfang, netfang og þeim greiðsluupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að ljúka við gjafakaupin og láta viðtakanda vita. |
6. Hvernig notar Ancestry persónuupplýsingarnar þínar?
Upplýsingaflokkur | Notkunarlýsing |
---|---|
Persónuupplýsingar almennt | Við notum persónuupplýsingar þínar til að veita, sérsníða, bæta, uppfæra og bæta við þjónustuleiðir okkar. Þetta felur í sér að:
|
Samskipti | Við notum persónuupplýsingar þínar til að eiga samskipti við þig um þjónustu okkar, svo sem þegar við:
|
Markaðssetja vörur og tilboð frá okkur eða viðskiptafélögum okkar | Við notum ákveðnar persónuupplýsingar (til dæmis lýðfræðilegar upplýsingar sem eru fáanlegar eru frá þriðju aðilum eða frá hlutum af Ancestry (prófíl, ættartrjám, o.s.frv.)) til að markaðssetja vörur og tilboð frá okkur eða viðskiptafélögum okkar. Þessi markaðssetning felur í sér auglýsingar sem byggðar eru á áhugamálum þínum. Ancestry deilir ekki erfðafræðilegum upplýsingum þínum með markaðsaðilum þriðja aðila, tryggingafélögum eða vinnuveitendum, og við munum ekki nota erfðafræðilegar upplýsingar þínar við markaðssetningu eða persónusniðnar auglýsinga án þess að aukalega fá afdráttarlaust samþykki þitt. Fyrir hvers kyns markaðssetningu sem byggir á samþykki þínu sem fengið er í gegnum tölvupóst eða SMS getur þú stjórnað markaðssetningum til þín með því að nota afskráningartengilinn í hvaða markaðstölvupósti sem þú færð með því að breyta samskiptastillingum þínum eða með því að fylgja leiðbeiningunum í þeim markaðssamskiptum sem þú færð. Stýringar fyrir vörumerki tengdum Ancestry eru tiltækar í stillingum viðkomandi vörumerkja og eru skráðar hér. Fyrir tilteknar auglýsingar á verkvöngum þriðju aðila, treystum við á okkar eigin lögmæta hagsmuni sem lagalegan grundvöll (sjá kafla 7) og þú ættir að stjórna markaðssetningarstillingum þínum beint í þeim kerfum. |
Erfðafræðilegar upplýsingar | Ancestry notar erfðafræðilegar upplýsingar þínar með eftirfarandi markmið að leiðarljósi:
|
7. Hvaða upplýsingum deilum við, hvenær deilum við þeim og hverjir eru viðtakendurnir?
Ancestry deilir ekki einstökum persónuupplýsingum þínum (þ.m.t. erfðafræðilegum upplýsingum) með þriðju aðilum nema eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu eða með frekara samþykki þínu. Við deilum ekki upplýsingum þínum með löggæslustofnunum nema við neyðumst til þess. Við munum ekki deila erfðafræðilegum upplýsingum þínum með tryggingafélögum, vinnuveitendum eða þriðju aðilum án þess að fyrir liggi skýlaust samþykki þitt.
Upplýsingar um miðlun Ancestry á efni innan Bandaríkjanna er að finna hérna. Aðstæðurnar sem lýst er hér að neðan útskýra hvenær við miðlum upplýsingum þínum.
Þeir aðilar sem gætu fengið aðgang að upplýsingum þínum / aðstæður þar sem slík miðlun gæti átt sér stað | Lýsing |
---|---|
Ancestry fyrirtæki | Það getur verið að við deilum upplýsingum þínum innan Ancestry fyrirtækjasamstæðunnar, þ.m.t. Ancestry.com Operations Inc og þeim fyrirtækjum sem eru talin upp hér („Ancestry fyrirtæki“) til að veita þjónustu okkar og bæta hana. Við flytjum persónulegar og erfðafræðilegar upplýsingar þínar á milli fyrirtækis Ancestry á Írlandi og fyrirtækja Ancestry í Bandaríkjunum. Fyrir nánari upplýsingar um þetta, sjá kafla 12 hér að neðan. |
Aðrir notendur eða aðrir sem þú getur kosið að deila með | Sem hluti af notkun þinni á þjónustunni hefur þú möguleika á að bæta við eða deila upplýsingum með öllum notendum hennar eða, með því að deila eiginleikum, með ákveðnum Ancestry notendum og jafnvel notendum sem nota ekki Ancestry. Þú getur deilt aukalegum upplýsingum í ákveðinni þjónustu, til dæmis AncestryDNA (sjá hér að neðan). Upplýsingar á opinberum prófíl þínum eru aðgengilegar öðrum notendum, sem og opinberar upplýsingar um ættartré. Í grunninn eru prófílar lifandi einstaklinga í trénu þínu aðeins sýnilegir þér og öðrum sem þú velur að deila trénu með sem „ritstjórnandi“ eða þeim sem þú heimilar að sjá lifandi einstaklinga í trénu þínu. Aðrar upplýsingar um lifandi fólk geta verið sýnilegar ef þær eru teknar með í opinberu efnissafni, eða ef þú ákveður að birta upplýsingarnar utan trés þíns. Þú getur deilt virkni þinni í samræmi við samskipti þín við skrár Ancestry og efni annars notanda t.d. ef þú bætir upplýsingum við fjölskyldutré annars, eða bætir við athugasemd við skrá eða efni annars aðila. Ef valmöguleiki fyrir nýlega skoðendur er á fyrir reikninginn þinn, getum við sýnt eigendum ættartrjáa að þú hefir skoðað þeirra tré. Ef þú velur að sjá og sjást af þeim sem samsvara þínu DNA getur þú og þeir sem samsvara þínu DNA séð ákveðnar persónuupplýsingar um hvert annað, þar á meðal:
Með fyrirvara um persónuverndarval þitt sem lýst er hér að ofan tekur DNA samsvörun bæði til notenda sem hafa tekið AncestryDNA-próf og notenda sem hafa hlaðið upp DNA-gögnum. Ef þú deilir upplýsingum um fjölskyldusögu þína eða DNA-upplifun utan þjónustunnar, gerir þú það á eigin ábyrgð. |
Þjónustuveitendur | Við vinnum með öðrum fyrirtækjum við að veita og markaðssetja þjónustuna. Fyrir vikið munu þessi fyrirtæki hafa aðgang að eða búa yfir hluta af upplýsingum þínum, þ.m.t. af hluta persónuupplýsinga þinna í kerfum sínum. Þessi fyrirtæki eru háð samningsbundnum skyldum um persónuvernd, gagnaöryggi og trúnað í samræmi við gildandi lög. Þessi fyrirtæki og persónuupplýsingarnar sem þau hafa aðgang að eru meðal annars:
|
Samstarfsaðilar í greiningum og auglýsingastarfi | Við vinnum með þriðja aðila samstarfsaðilum að greiningarmálum og auglýsingum. Með því að safna og deila tilteknum upplýsingum er auðveldara fyrir okkur að persónusníða auglýsingar betur svo þær passi við áhugasvið þín. Þetta hjálpar okkur einnig að mæla árangur auglýsingaherferða og er notað til að veita þér auglýsingar sem eiga betur við þig. |
Samstarfsaðilar á sviði rannsókna og gögn sem hafa verið brengluð | Við deilum brengluðum erfðafræðilegum upplýsingum þínum eingöngu með rannsóknarsamstarfsaðilum þegar þú hefur veitt okkur skýlaust samþykki þitt til að gera slíkt í gegnum upplýst samþykki fyrir rannsóknum. Ef þú hefur ekki veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsóknum, verða gögn þín ekki með í gögnum sem verða gerð aðgengileg utanaðkomandi rannsóknaraðilum. Allar slíkar erfðafræðilegir upplýsingar og svipfarsupplýsingar sem við deilum með þriðju aðilum í rannsóknarskyni eru brenglaðar í samræmi við 46. hluta (frá og með grein 46.101) í 45. þætti í lögum um alríkisreglur (e. Code of Federal Regulations). Rannsóknarsamstarfsaðilar eru m.a. félög sem eru rekin í hagnaðarskyni og félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sem stunda eða stuðla að vísindarannsóknum, þróun meðferðarúrræða, lækningatækja eða tengt efni til að meðhöndla, greina eða spá fyrir um heilsufarsástand. Í sumum tilfellum getur verið að rannsóknarsamstarfsaðili eða Ancestry hafi fjárhagslega hagsmuni af rannsóknarfyrirkomulaginu. Lista yfir rannsóknarsamstarfsaðila okkar er að finna hér. |
Löggæslustofnanir | Ancestry veitir ekki af fúsum og frjálsum vilja gögn af neinu tagi til stjórnvalda eða dómstóla eða til lögregluyfirvalda. Til að veita notendum okkar mestu mögulegu vernd samkvæmt lögum, krefjumst við þess að allar ríkisstofnanir sem sækjast eftir aðgangi að gögnum viðskiptavina Ancestry fylgi gildum lagalegum ferlum. Við heimilum ekki löggæslustofnunum að nota þjónustuna til að rannsaka glæpi eða til að bera kennsl á líkamsleifar. Ef við neyðumst til að birta löggæslustofnunum persónuupplýsingar þínar, munum við gera okkar besta til að veita þér fyrirvara, nema okkur sé óheimilt samkvæmt lögum að gera það. Ancestry gefur út gagnsæisskýrslu þar sem við skráum fjölda gildra beiðna frá löggæslustofnunum um notendagögn fyrir öll vefsvæðin okkar. |
Önnur laga- og regluferli | Það kann að vera að við deilum persónuupplýsingum þínum ef við teljum að það beri eðlileg nauðsyn til þess til að:
|
Ef Ancestry er keypt | Ef Ancestry eða fyrirtæki þess eru keypt eða yfirtekið (þ.m.t. í tengslum við gjaldþrot eða svipaða málsmeðferð), kann að vera að deilum persónuupplýsingum þínum með yfirtöku- eða viðtökuaðilanum. Loforðin í þessari persónuverndaryfirlýsingu munu halda áfram að gilda um persónuupplýsingar þínar sem eru fluttar til nýja aðilans. |
Samantekin gögn | Ancestry birtir notendaupplýsingar á samanteknu, brengluðu sniði sem hluta af þjónustunni eða markaðssetningu okkar, eða í vísindaritum sem gefin eru út af okkur eða rannsóknarsamstarfsaðilum okkar. Til dæmis gætum við greint frá hlutfalli innflytjenda í ríki sem eru frá ákveðnu landsvæði eða landi. Slík birting mun aldrei innihalda persónuupplýsingar og við munum ekki auðkenna gögnin aftur. |
8. Réttindi þín og val í tengslum við persónuupplýsingar þínar
Allir notendur (eins og þeir eru skilgreindir í skilmálum okkar) mega nota verkfæri okkar á netinu til að 1) biðja um skýrslu um hvaða persónuupplýsingar þeir hafa veitt okkur, 2) sótt afrit af DNA-gögnum sínum eða sótt afrit af ættartré þeirra og 3) eytt ættartrjám þeirra, niðurstöðum úr DNA-prófi eða reikningi.
Þar að auki geta ákveðin persónuverndarlög, svo sem ESB GDPR, breska GDPR og brasilíska LGPD, veitt fólki ákveðin réttindi varðandi persónuupplýsingar þess. Til dæmis:
Réttur til að fá aðgang að/fá að vita. Þú gætir átt rétt á að biðja um aðgang að persónuupplýsingunum þínum og fá afrit af tilteknum upplýsingum, þ.m.t. hvaða flokkum af persónuupplýsinga við söfnum og birtum. Til að biðja um afrit skaltu fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum. Ef þú vilt fá afrit af DNA-gögnunum þínum skal fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum. Ef þú vilt fá afrit af fjölskyldutrjánum þínum skal fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum.
Réttur til lagfæringa/leiðréttingar. Þú gætir átt rétt á að biðja um að við leiðréttum eða lagfærum ónákvæmar persónuupplýsingar um þig.
Réttur til þurrka út/eyða. Þú átt rétt á, í vissum tilvikum, að biðja um að við takmörkun (hættum vinnslu sem er í gangi) eða eyðum persónuupplýsingunum þínum, að því tilskildu að gildar ástæður séu fyrir því og með fyrirvara um gildandi lög. Sjá kafla 10 til að fá upplýsingar um hvernig þú getur eytt persónuupplýsingum þínum.
Réttur til að mótmæla. Þú hefur rétt til að mótmæla vinnslu okkar á upplýsingum sem er framkvæmd vegna lögmætra hagsmuna okkar þegar slík vinnsla hefur áhrif á réttindi þín og einstaklingsfrelsi. Einnig getur þú, þegar þú samþykkir vinnslu persónuupplýsinga þinna í ákveðnum tilgangi, ákveðið að afturkalla samþykki þitt á hvaða tíma sem er án þess að hafa áhrif á lögmæti vinnslu sem átti sér stað áður en samþykkir var aftur kallað. Við munum hætta að vinna gögnin þín í þeim tilgangi.
Réttur til takmörkunar. Þú átt rétt a að biðja um takmörkun vinnslu okkar á persónuupplýsingunum þínum, t.d. þar sem þú telur að vinnslan sé byggð á ónákvæmum gögnum eða þau ekki unnin á löglegan hátt.
Réttur til gagnaflutnings. Þú gætir átt rétt á að fá ákveðnar persónuupplýsingar þínar á sniði sem hægt er að senda til annars ábyrgðaraðila.
Réttur til að kvarta. Þú átt rétt á að kvarta til írsku gangaverndarnefndarinnar (e. IrishData Protection Commission, meðhöndlun kvartana, rannsóknir og framfylgni fyrir einstaklinga | Gagnaverndarfulltrúi) eða annað viðeigandi yfirval í búsetulandi þínu.
Þú getur nýtt þér þessi réttindi með því að nota verkfærin sem lýst er hér að neðan eða með því að hafa samband við Ancestry. Ítarupplýsingar og valkostir til að fá aðgang að þessum upplýsingum er gefið upp í kafla 15.
Gerð | Valkostir |
---|---|
Ancestry | Þú getur nálgast og uppfært persónuupplýsingarnar (svo sem netfangið þitt, notandanafn, prófílupplýsingar o.s.frv.) sem þú gefur Ancestry hvenær sem er í eftirfarandi hlutum persónuverndarstillinganna: Til að læra hvernig á að breyta persónuverndarstillingum fyrir ættartré sem þú hefur búið til á Ancestry, getur þú heimsótt ættartrésstillingar þínar eða smellt hér. |
Tengd vörumerki | Ancestry leitast við að gera það einfalt fyrir þig að gæta að persónuvernd í gegnum þjónustuna okkar. Þú getur breytt persónuverndarstillingum fyrir tengd vörumerki okkar hérna. |
Farsímaforrit | Þú getur líka haft umsjón með upplýsingunum þínum með því að nota stillingarnar sem er að finna í farsímaforritunum okkar, svo sem Ancestry og Find a Grave forritunum. |
Auglýsingar | Við notum vafrakökur og svipaða rakningartækni og samþættingu við markaðs- og auglýsingaefni þriðja aðila til að safna gögnum um áhugamál þín eða hegðun til að birta þér miðaðar auglýsingar. Þú getur breytt stillingunum þínum eins og lýst er í vafrakökustefnu okkar. Fyrir upplýsingar um „Do Not Track“ („Ekki rekja“), skaltu kynna þér vafrakökustefnu okkar. |
Sækja upplýsingar úr ættartré | Ancestry gerir þér kleift að hlaða niður ættartrésupplýsingum þínum á stöðluðu GEDCOM ættartrésskráarsniði í ættartrésstillingunum þínum. Lærið hvernig á að gera það hér. |
DNA niðurhal | Hægt er að hlaða niður skrá með DNA-gögnum þínum. Ef þú sækir DNA-gögnin þín þá er það á eigin ábyrgð. Til að fræðast um hvað er innifalið í niðurhali á DNA-gögnum, sjá hér. |
9. Hverjar eru gagnageymdarreglur okkar?
Þjónustan byggir í grundvallaratriðum á þeirri hugmynd að persónulegt ferðalag einstaklinga í átt að sjálfuppgötvunum sé ekki stakur viðburður heldur nokkuð sem teygir sig áfram yfir lengra tímabil - mögulega mörg æviskeið. Að auki, og sérstaklega með tilliti til áskrifenda okkar og DNA-viðskiptavina sem greiða gjöld eða kaupa áskrift, veita áframhaldandi endurbætur á safni okkar af sögulegum skrám og DNA-eiginleikum notendum okkar ávinning og innsýn með tímanum. Þar af leiðandi endurspegla gagnavarðveisluaðferðir okkar þessa viðvarandi stefnu með því að varðveita notendareikninga í kerfinu okkar þar til notendur okkar láta okkur vita að þeir vilji eyða gögnum sínum eða loka reikningum sínum.
Upplýsingaflokkur | Varðveislutímabil |
---|---|
Reikningur og prófíll | Ancestry mun varðveita persónuupplýsingarnar sem þú veitir okkur þegar þú stofnar reikninginn og prófílinn þinn þar til þú eyðir reikningnum þínum. |
Ættartré | Vegna þess að vægi ættartrjáa teygir sig yfir fjölda kynslóða, mun Ancestry varðveita ættartrésgögnin þín til að geta veitt þér stöðugan aðgang, uppfærða eiginleika og getuna á að bæta ættartréð þitt. Ættartrésgögnin þín eru geymd þar til þú eyðir ættartrénu þínu eða reikningnum þínum. |
DNA | Ancestry geymir DNA-gögnin þín til að bjóða þér upp á eiginleikana og virknina sem þú keyptir (eða fékkst gefins), þ.m.t. eiginleika sem stöðugt er verið að uppfæra, sífellt nákvæmara þjóðernismat og endurbætt forferðrasvæði og ferðar forfeðra, auk annarra nýrra eiginleika sem byggjast á DNA-gögnum þínum. DNA-gögnin þín eru geymd þar til þú eyðir niðurstöðum úr DNA-prófunum þínum eða reikningnum þínum. Ef þú varst viðskiptavinur AncestryHealth, þá þurfa samstarfsaðilar okkar hjá AncestryHealth rannsóknarstofunni að varðveita DNA-gögnin þín og niðurstöður prófana í að minnsta kosti sjö ár, eða eins og krafist er samkvæmt lögum viðkomandi ríkis og í samræmi við „Clinical Laboratory Improvements Act“ (CLIA) og þær viðmiðunarreglur sem eiga við um rannsóknarstofur sem vottaðar eru af College of American Pathologists (CAP). |
Tengd vörumerki | Sum af tengdum vörumerkjum (Fold3, Forces War Records, Newspapers.com™, Archives, We Remember og Find a Grave) okkar eru með eigin reikningsinnskráningu og munu varðveita eftir þörfum persónuupplýsingarnar sem þú veitir þegar þú býrð til reikninginn og prófílinn þinn, til að geta boðið þér upp á stöðuga og uppfærða þjónustu þar til þú biður okkur um að eyða upplýsingunum. |
Notkunarupplýsingar | Við varðveitum notkunarupplýsingar (t.d. heimsóknir á vefsvæði) á afpersónugerðu eða samanteknu sniði. Þegar upplýsingarnar hafa verið teknar saman hætta þessar upplýsingar að vera persónulegar og verða ekki háðar beiðnum notenda um eyðingu. |
10. Hvernig get ég eytt persónuupplýsingum mínum?
Þú getur eytt, eða óskað eftir því að við eyðum, persónuupplýsingunum þínum úr Ancestry hvenær sem er.
Upplýsingaflokkur | Hvernig á að eyða |
---|---|
Persónuupplýsingar | Þú getur eytt persónuupplýsingunum þínum úr Ancestry með því að fylgja þessum leiðbeiningum. Ef þú hefur deilt upplýsingum með öðrum notendum (t.d. með því að gera ættartrén þín opinber eða með því að deila DNA-niðurstöðum þínum beint með öðrum notendum) mun Ancestry ekki geta fjarlægt nein afrit af upplýsingum sem aðrir notendur kunna að hafa varðveitt, sem aðeins er hægt að fjarlægja með því að hafa samband við þá notendur og biðja þá um að eyða þeim. Því er mikilvægt að vísa beiðnum um að fjarlægja upplýsingar úr tengdum skjalaskrám til þess skjalavörsluaðila sem ábyrgur er fyrir þeim. Við munum íhuga beiðnir um að fjarlægja persónuupplýsingar úr leitarbærum yfirlitsskrám yfir þær skrár sem við geymum í hverju tilviki fyrir sig og í samræmi við lög. Til að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem Ancestry vinnur úr og tengjast notendum sem ekki eru hluti af Ancestry skaltu smella hér. |
Erfðafræðilegar | Ef þú biður um að Ancestry eyði DNA-gögnunum þínum munum við eyða öllum erfðafræðilegum upplýsingum úr framleiðslu-, þróunar-, greiningar- og rannsóknarkerfum okkar innan 30 daga. Til að biðja um að lífsýnum þínum verði eytt verður þú að hafa samband við meðlimaþjónustuna. Ef þú hefur samþykkt upplýst rannsóknarsamþykki okkur, þá munum við ekki geta fjarlægt brengluðu erfðafræðilegu upplýsingarnar þínar úr yfirstandandi eða loknum rannsóknarverkefnum, en við munum ekki nota þær í neinum nýjum rannsóknarverkefnum. |
Almennar | Það gæti liðið smá tími frá því að við eyðum persónuupplýsingum þínum úr öryggisafritum og þar til þeim hefur verið eytt úr framleiðslu-, þróunar-, greiningar- og rannsóknarkerfum okkar. Samstarfsaðilar okkar á rannsóknarstofum kunna að varðveita upplýsingar sem þeir fá frá okkur til að hlíta lögum eða reglugerðum sem kunna að krefjast þess, s.s. „Clinical Laboratory Improvements Amendments“ (viðauki um endurbætur á klínískum rannsóknastofum) reglugerðarinnar sem lýtur eftirlits matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Ancestry gæti einnig varðveitt ákveðnar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að uppfylla lagalegar skyldur okkar (þ.m.t. beiðnir frá löggæslustofnunum), leysa ágreining, viðhalda öryggi, koma í veg fyrir svik og misnotkun, og til að uppfylla kröfur sem lúta að reglum um skattalöggjöf, greiðsluþjónustu, verðbréf og klíníska starfshætti. |
Tengd vörumerki | Til að eyða upplýsingum frá tengdum vörumerkjum okkar (Fold3, Forces War Records, Newspapers.com™, Archives, We Remember, og Find a Grave), geturðu alltaf haft samband við okkur hjá viðkomandi vörumerki og beðið um að persónuupplýsingum þínum verði eytt hjá viðkomandi þjónustu. Sumar þjónustur kunna einnig að vera með eyðublað á netinu sem hægt er að nálgast í reikningsstillingavalmyndinni og hægt er að skoða hér. |
Ancestry viðheldur alhliða upplýsingaöryggisáætlun sem er hönnuð til að verja persónuupplýsingar viðskiptavina okkar í gegnum stjórnunarferla og tæknilegar og efnislegar verndarráðstafanir.
Sértækar öryggisráðstafanir byggjast á því hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru sem safnað er. Til staðar eru ráðstafanir til að verjast gegn óviðeigandi aðgangi, tapi, misnotkun eða breytingum á persónuupplýsingum (þ.m.t. erfðafræðilegum upplýsingum) sem eru í okkar varðveislu.
Öryggisteymi Ancestry fer reglulega yfir öryggis- og persónuverndarvenjur okkar og efla eftir þörfum til að tryggja heilleika kerfa okkar og persónuupplýsinga þinna.
Við notumst við öruggan netþjónahugbúnað til að dulkóða persónuupplýsingar (þ.m.t. erfðafræðilegar upplýsingar) og við erum eingöngu í samstarfi við öryggisfyrirtæki sem uppfylla og skuldbinda sig til að uppfylla öryggisstaðla okkar. Þó að við getum ekki ábyrgst að tap, misnotkun eða breytingar á gögnum eigi sér ekki stað, þá reynum við af fremsta megni að fyrirbyggja þetta.
Það er einnig mikilvægt fyrir þig að verjast óviðkomandi aðgangi að persónuupplýsingum þínum með því nota örugg aðgangsorð og koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar noti tölvuna þína eða tæki.
12. Alþjóðlegur gagnaflutningur
Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og munum flytja persónuupplýsingar þínar til annarra landa, þ.m.t. til Bandaríkjanna, Írlands, Bretlands og Frakklands. Það getur verið að lönd sem eru utan EES, Sviss eða Bretlands bjóði ekki upp á sama stig gagnaverndar og þú færð í heimalandi þínu. Þegar við flytjum persónuupplýsingar þínar (þ.á.m. erfðaupplýsingar þínar) á milli fyrirtækis Ancestry í Írlandi og bandarískra fyrirtækja Ancestry til vinnslu í Bandaríkjunum treystum við á staðlað flutningsfyrirkomulag eins og stöðluð samningsákvæði eða gagnaverndarrammann. Ancestry er áfram ábyrgt fyrir öllum persónuupplýsingum þínum sem er deilt með þriðju aðilum til ytri vinnslu fyrir okkar hönd samkvæmt meginreglunni um ábyrgð á áframhaldandi flutningi í gagnaverndarrammanum.
Ancestry og dótturfélög þess (þ.e. Ancestry.com Operations Inc, Ancestry.com Operations L.P. Ancestry.com DNA LLC, Ancestry International DNA LLC, FindAGrave Inc og iArchives Inc.) hlíta gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna (EU-U.S. DPF), útvíkkun Bretlands á gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna (Swiss-U.S. DPF) samkvæmt reglum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ancestry hefur staðfest við bandaríska viðskiptaráðuneytið að það hlíti meginreglum gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna (EU-U.S. DPF meginreglur) vegna vinnslu persónuupplýsinga sem mótteknar eru frá Evrópusambandinu á grundvelli gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og frá Bretlandi (og Gíbraltar) á grundvelli útvíkkunar Bretlands á gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Ancestry hefur staðfest við bandaríska viðskiptaráðuneytið að það hlíti meginreglum gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna (Swiss-U.S. DPF meginreglur) vegna vinnslu persónuupplýsinga sem mótteknar eru frá Sviss á grundvelli gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna. Ef misræmi er á milli skilmála þessarar persónuverndarstefnu og meginreglna gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og/eða meginreglna gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna skulu meginreglurnar gilda. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um gagnaverndarramma (DPF) verkefnið og skoða vottun okkar á https://www.dataprivacyframework.gov/.
Í samræmi við gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og inntaka Bretlands í gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna skuldbindur Ancestry sig til að leysa úr kvörtunum sem tengjast meginreglum gagnaverndarrammanna og varða söfnun og notkun okkar á persónuupplýsingum þínum. Einstaklingar í Evrópusambandinu, Bretlandi og Sviss sem hafa fyrirspurnir eða kvartanir varðandi meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum sem mótteknar eru á grundvelli gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og inntöku Bretlands í gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna ættu fyrst að hafa samband við Ancestry á: [email protected].
Í samræmi við gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og inntaka Bretlands í gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna skuldbindur Ancestry sig til að vinna með og hlíta ráðleggingum nefndar sem er stofnuð af persónuverndaryfirvöldum Evrópusambandsins (DPAs), Information Commissioner’s Office (ICO) í Bretlandi, Gibraltar Regulatory Authority (GRA) í Gíbraltar og Federal Data Protection and Information Commissioner (FDPIC) í Sviss varðandi kvartanir sem ekki hefur verið leyst úr og tengjast meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum sem mótteknar eru á grundvelli gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og útvíkkunar Bretlands á gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna.
Eins og fram kemur í viðauka I við meginreglur gagnaverndarrammanna hefur einstaklingur við vissar aðstæður rétt á að vísa kvörtunum sem ekki hefur verið leyst úr með öðrum hætti til bindandi gerðardóms. Federal Trade Commission hefur lögsögu yfir hlítingu Ancestry við gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, inntaka Bretlands í gagnaverndarramma Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og gagnaverndarramma Sviss og Bandaríkjanna.
13. Breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu
Við getum breytt þessari persónuverndaryfirlýsingu hvenær sem er, en við munum veita skýran fyrirvara um allar efnislegar breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu með því að birta tilkynningu í gegnum þjónustuna okkar, á vefsíðum okkar eða senda þér tölvupóst til að gefa þér tækifæri til að fara yfir breytingarnar og velja hvort þú viljir halda áfram að nota þjónustuna.
Við munum einnig tilkynna þér um óverulegar breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu frá gildistökudegi þeirra með því að senda tilkynningu í gegnum þjónustuna, birta á vefsíðum okkar eða senda þér tölvupóst.
Ef þú ert andsnúin(n) einhverjum breytingum geturðu eytt reikningnum þínum eins og lýst er í kafla 10.
14. Lagalegur grundvöllur samkvæmt Almennu persónuverndarreglugerð ESB varðandi vinnslu persónuupplýsinga íbúa ESB
Samkvæmt lögum ESB/EES og Bretlands er okkur skylt að tilgreina í hvaða tilgangi við vinnum persónuupplýsingar þínar og lagagrundvöllinn sem við byggjum slíka vinnslu á. Ancestry treystir á fjölda lagagrunna til að safna og vinna úr persónuupplýsingum þínum og erfðafræðilegum upplýsingum. Þú getur skoðað upplýsingar um lagagrunna okkar hér.
15. Auðkenni og sambandsupplýsingar ábyrgðaraðila gagna
Viðskiptavinir í Bandaríkjunum
Ef þú býrð í Bandaríkjunum eru Ancestry.com Operations, L.P., Ancestry.com Operations Inc., og Ancestry.com DNA, LLC, ábyrg fyrir notkun gagna þinna og fyrir að svara öllum beiðnum sem tengjast persónuupplýsingum þínum.
Tölvupóstur | Póstfang | |
---|---|---|
Fyrir notendur í Bandaríkjunum | [email protected] | Ancestry.com Operations, L.P. Attn: Privacy Office 153 Townsend Street, Suite 800 San Francisco, CA 94107 |
U.S. State Privacy Requests | [email protected] | Á ekki við |
Stuðningur viðurkenndra umboðsaðila | [email protected] | Á ekki við |
Viðskiptavinir utan Bandaríkjanna
Ef þú ert búsett(ur) utan Bandaríkjanna er Ancestry Ireland Unlimited Company ábyrgðaraðili gagnanna þinna.
Notendur utan Bandaríkjanna geta haft samband við írsku gagnaverndarnefndina eða gagnaverndaryfirvöld á staðnum.
Tölvupóstur | Póstfang | |
---|---|---|
Fyrir notendur sem eru staðsettir utan Bandaríkjanna | [email protected] | Ancestry Ireland Unlimited Company Attn: Privacy Office 10th floor, EXO Building Point Square Plaza East Wall Road Dublin 1 Ireland |
Fyrir viðskiptavini Ancestry. Fyrir upplýsingar um hvernig á að hafa samband við okkur getur þú ýtt hér, eða sent spurningar í gegnum spjallið.
Beiðnir frá lögregluyfirvöld. Lögregluyfirvöld skulu að fylgja leiðarvísi Ancestry's fyrir lögregluyfirvöld.
16. Viðbótarpersónuverndaryfirlýsing fyrir íbúa Bandaríkjanna
Þessi aukalega persónuverndaryfirlýsing fyrir íbúa Bandaríkjanna („Bandaríkjayfirlýsing“) kemur til viðbótar persónuverndaryfirlýsingu okkar og veitir viðbótarupplýsingar um persónuupplýsingarnar sem við söfnum, vinnum og deilum. Hún veitir líka upplýsingar um hvernig íbúar bandarískra ríkja, þar sem kveðið er á um persónuverndarréttindin sem lýst er hér að neðan, geti nýtt sér þessi réttindi. Þessi Bandaríkjayfirlýsing nær yfir allar vefsíður, þjónustur og farforrit Ancestry sem tengjast þessari Bandaríkjayfirlýsingu, þ.m.t. Ancestry, AncestryDNA, Fold3, Forces War Records, Newspapers.com™, Archives, We Remember og Find a Grave. Hún á við um persónuupplýsingarnar sem við söfnum vegna notkunar þinnar á þjónustunni okkar og í gegnum aðrar leiðir sem þú notar til að eiga samskipti við okkur. Vinsamlegast skoðaðu persónuverndarstefnuna fyrir heilbrigðisgögn neytenda fyrir frekari upplýsingar um „heilbrigðisgögn neytenda“ eins og þau eru skilgreind samkvæmt tilteknum persónuverndarlögum á ríkisstigi um heilbrigðisupplýsingar neytenda.
16.1 Flokkar persónuupplýsinga
Ancestry safnar eftirfarandi flokkum persónuupplýsinga:
- Auðkenni, svo sem nafn, notendanafn, póstfang, einkvæmt persónuauðkenni, netauðkenni, IP-tölu, auðkenni fartækisins þíns, netfang, reikningsheiti, ökuskírteini;
- Persónuupplýsingar sem lýst er í grein 1798.80(e) í einkamálalögum Kaliforníu og falla ekki undir núverandi flokk, eins og líkamleg einkenni eða lýsingar;
- Einkenni verndaðra flokka samkvæmt gildandi lögum fylkis eða alríkislögum, svo sem kyni við fæðingu og fæðingardagur. Þetta felur einnig í sér efni þitt (eins og það er skilgreint í skilmálum okkar) sem þú velur að birta okkur sem er talið vera lagalega verndaður flokkur samkvæmt viðeigandi fylkis- eða alríkislögum;
- Viðskiptaupplýsingar, svo sem um vörur eða þjónustu sem er keypt, aflað eða íhuguð eða önnur innkaupa- eða neyslusaga eða tilhneigingar;
- Upplýsingar um netnotkun, eins og vafrasögu þína, leitarferil og upplýsingar um samskipti þín við síður okkar og auglýsingar;
- Landfræðileg staðsetningargögn, svo sem staðsetningu tækisins eða tölvunnar og hvers kyns lýsigögn sem tengjast stafrænum ljósmyndum sem hlaðið er upp á Find a Grave, þ.m.t. stað og stund þegar myndin var tekin;
- Skynfræðileg gögn, eins og hljóð-, rafrænar og sjónrænar upplýsingar (t.d. hljóð- eða myndbandsupptökur sem þú hleður upp, upptökur af símtölum við þjónustu Ancestry fyrir meðlimi eða upplýsingar sem þú birtir okkur af fúsum og frjálsum vilja þegar þú tekur þátt í neytendavitundarrannsóknum með okkur);
- Ályktanir dregnar út frá persónuupplýsingum, svo sem til að benda á fjölskyldutengsl og til að búa til neytendasnið fyrir rannsóknir, vöruþróun og markaðssetningu; og
- Viðkvæmar persónuupplýsingar svo sem ökuskírteini, innskráningarupplýsing fyrir reikning, upplýsingar um kynþátt eða þjóðerni eða erfðafræðiupplýsingar, eftir því hvernig þú notar þjónustuna. Við hvorki notum né birtum viðkvæmar persónuupplýsingar sem gefa til kynna sérkenni þín, aðrar en þær upplýsingar sem eru eðlislægur hluti af þjónustunni, svo sem ættfeðrasvæði þín, einkenni og ferðir ættfeðra.
Sumum flokkum upplýsinga er aðeins safnað ef þú notar ákveðna þjónustu okkar.
16.2 Viðskiptatilgangur
Ancestry notar flokka persónuupplýsinga sem lýst er í kafla 16.1 í eftirfarandi viðskiptatilgangi:
- Að útvega, sérsníða, bæta, uppfæra og auka þjónustu Ancestry;
- Samskipti við þig um þjónustuna;
- Hjálpa til við tryggja öryggi og heilstæðni þjónustunnar; og
- Markaðssetning á nýjum vörum og tilboðum frá okkur eða viðskiptafélögum okkar út frá áhugasviðum þínum.
16.3 Uppsprettuflokkar persónuupplýsinga
Ancestry safnar þeim flokkum persónuupplýsinga sem lýst er í kafla 16.1 úr eftirfarandi uppsprettuflokkum:
- Þú, notandi/gestur okkar - þessi uppspretta persónuupplýsinga er háð notkun þinni á Þjónustunni, þ.m.t. þegar þú sendir þitt efni (eins og það er skilgreint í skilmálum okkar);
- Fyrirtæki Ancestry (skilgreint í kafla 7);
- Opinberar skrár;
- Sögulegar skrár; og
- þriðju aðilar.
16.4 Miðlun persónuupplýsinga í viðskiptalegum tilgangi
Ancestry miðlar til eftirfarandi flokka þriðju aðila samsvarandi flokkum persónuupplýsinga í viðskiptalegum tilgangi:
Flokkar þriðju aðila | Flokkar persónuupplýsinga sem við birtum |
---|---|
Aðrir Ancestry-notendur (ef þú birtir persónuupplýsingar þínar á Ancestry) |
|
Ancestry fyrirtæki |
|
Þjónustuveitendur |
|
Rannsóknarsamstarfsaðilar | Sjá Upplýst samþykki fyrir rannsóknum til að fá upplýsingar um hverju er miðlað til rannsóknarsamstarfsaðila, sem felur í sér:
|
Lögregla eða aðrar eftirlitsstofnanir | Við birtum ekki upplýsingar þínar til löggæslustofnana eða annarra eftirlitsstofnana nema við neyðumst til þess. Við krefjumst þess að lögmætar lagalegar kröfur séu fyrir hendi eins og lýst er í kafla 7 áður en við afhendum löggæslustofnunum gögn. Fyrir upplýsingar um hvaða gögn hafa verið birt, sjá Gagnsæisskýrslu okkar sem kemur út hálfsárslega. |
16.5 Birting og auglýsingastillingar
Ancestry miðlar til eftirfarandi flokka þriðju aðila samsvarandi flokkum persónuupplýsinga fyrir sérsniðnar auglýsingar:
Flokkar þriðju aðila | Flokkar persónuupplýsinga sem við birtum |
---|---|
Samstarfsaðilar fyrir markaðssetningu og auglýsingar |
|
Við notum vafrakökur og svipaða rakningartækni til að birta þjónustuaðilum okkar og þriðju aðilum sem starfa með okkur upplýsingar af ýmsum ástæðum, þ.m.t. til að mæla, miða á og birta auglýsingar eins og nánar er lýst í þessari persónuverndaryfirlýsingu.
Samkvæmt lögum í sumum lögsögum í Bandaríkjunum hefur þú rétt á að skrá þig út úr því að persónuupplýsingum þínum sé miðlað fyrir markmiðaðar auglýsingar. Ancestry selur ekki eða deilir persónuupplýsingum þínum í öðrum tilgangi. Þú getur lært meira um starfshætti okkar og eftirlit sem þér er boðið upp á til að afskrá þig úr slíkri miðlum með því að skoða vafrakökustefnu okkar. Til að breyta stillingum varðandi markmiðaðar auglýsingar, vinsamlegast farðu á Do Not Sell or Share my Personal Information/Opt Out of Targeted Advertising síðuna eða „Do Not Sell or Share My Personal Information“ slóðina neðst á síðunni.
Fyrir útskráða notendur eru þessir valkostir sértækir fyrir vafra og tæki. Ef þú notar mörg tæki eins og snjallsíma, fartölvu eða spjaldtölvu þegar þú notar þjónustuna, þarftu að skilgreina val þitt fyrir hvert tæki. Ef þú eyðir vafrakökum úr skyndiminni í vafranum þínum mun „Do Not Sell or Share“ stillingin eyðast út og þú verður að tilgreina val þitt aftur.
Fyrir innskráða notendur mun Ancestry geyma val þitt bæði staðbundið á á tækinu sjálfu og miðlægt innan þjónustunnar í gegnum reikninginn þinn. Við munum uppfæra staðbundið samþykkisval þitt frá nýjasta samþykkisvalinu sem geymt er miðlægt. Ef þú ert skráð/ur út og skráir þig síðan inn seinna verður valinu sem þú valdir á meðan þú varst útskráð/ur hlaðið upp á Ancestry þjónustuna og gildir á reikningnum þínum. Komi til misræmis milli þess sem þú hefur valið mun nýjasta valið gilda.
Ákveðnir vafrar eða íbætur nota Global Privacy Control (GPC), sem þú getur fræðst um á https://globalprivacycontrol.org. Ef síða okkar nemur GPC merki frá tæki þínu, munum við túlka það sem merki um að þú afskráir þig úr sölu og dreifingu á persónuupplýsingum þínum og að þú skráir þig úr markmiðuðum auglýsingum. Ef þú skráir þig úr markmiðuðum auglýsingum í gegnum GPC eða stillingunni á Do Not Sell or Share my Personal Information/Opt Out of Targeted Advertising síðunni, kunnum við samt að senda þér auglýsingar sem eru ekki sérsniðnar að persónuupplýsingum þínum.
Ancestry miðlar ekki eða selur erfðafræðilegar upplýsingar þínar til þriðju aðila sem stunda markaðssetningu, tryggingafélaga eða vinnuveitenda, og við munum ekki nota erfðafræðilegar upplýsingar þínar við markaðssetningu eða persónusniðnar auglýsingar nema að fengnu afdráttarlausu samþykki þínu.
16.6 Nýting á réttindum þínum
16.6.1 Réttur til að vita. Þú hefur rétt á að biðja um að við opinberum hvaða persónuupplýsingum við söfnum, notum, birtum eða deilum. Þetta felur í sér rétt á að biðja um flokka persónuupplýsinga sem við höfum safnað um þig, uppsprettuflokka persónuupplýsinga, viðskiptalegan tilgang með söfnun, birtingu eða deilingu persónuupplýsinganna, flokka þriðju aðila sem við birtum eða deilum persónuupplýsingunum með og tiltekna hluta af persónuupplýsingum sem við höfum safnað um þig.
Ef þú ert að senda inn upplýsingabeiðni fyrir eigin hönd getur þú lagt beiðnina fram á netinu eða með tölvupósti.
Til að senda inn upplýsingabeiðni þína til Ancestry á netinu skaltu fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum um hvernig á að sækja reikningsgögnin þín. Þessi skýrsla mun ekki innihalda afrit af DNA-gögnum þínum eða ættartré. Ef þú vilt fá afrit af fjölskyldutrjánum þínum skal fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum. Ef þú vilt fá afrit af DNA-gögnunum þínum skal fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum. Athugaðu að ef þú sækir DNA-gögnin þín þá gerirðu það á eigin ábyrgð.
Til að senda inn upplýsingabeiðni þína vegna tengdra vörumerkja okkar (Fold3, Forces War Records, Newspapers.com™, Archives, We Remember og Find a Grave), skaltu hafa samband við okkur hjá viðkomandi vörumerki. Sumar þjónustur kunna einnig að vera með beiðnieyðublað á netinu sem er aðgengilegt í valmynd reikningsstillinga (samskiptaupplýsingar og hlekkur á beiðnieyðublað á netinu, ef það er til staðar, er að finna hér).
Til að senda upplýsingabeiðni þína með tölvupósti, sendu okkur tölvupóst á usprivacyrequests@ancestry.com. Okkur ber að staðfesta hver þú ert áður en við veitum þér afrit af gögnunum þínum; þú gætir þurft að leggja fram afrit af opinberum skilríkjum þínum, sem verða eingöngu notað til að staðfesta auðkenni þitt og heimilisfang.
Ef þú ert „viðurkenndur umboðsaðili“ og ert að senda inn upplýsingabeiðni fyrir hönd eins af notendum okkar, sjá kafla 16.6.3.
16.6.2 Réttur til eyðingar. Þú hefur rétt á að biðja um að við eyðum persónuupplýsingum um þig.
Þú getur sent beiðni um eyðingu upplýsinga þinna annað hvort á netinu eða með tölvupósti. Að til að eyða persónuupplýsingunum þínum verður þú að eyða reikningnum þínum og að þegar beiðni um eyðingu reiknings er lokið er þetta ferli óafturkræft. Upplýsingunum þínum (þ.m.t. ættartré, skrár, myndir og DNA-gögn) verður eytt með varanlegum hætti.
Til að senda inn þína beiðni um eyðingu til Ancestry á netinu skaltu fylgja þessum þrepaskiptu leiðbeiningum um hvernig á að eyða reikningnum þínum. Til að senda inn beiðni þína um eyðingu vegna tengdra vörumerkja okkar (Fold3, Forces War Records, Newspapers.com™, Archives, We Remember og Find a Grave), skaltu hafa samband við okkur hjá viðkomandi vörumerki. Sumar þjónustur kunna einnig að vera með beiðnieyðublað á netinu sem er aðgengilegt í valmynd reikningsstillinga (samskiptaupplýsingar og hlekkur á beiðnieyðublað á netinu, ef það er til staðar, er að finna hér).
Til að senda beiðni þína um eyðingu með tölvupósti, sendu okkur tölvupóst á usprivacyrequests@ancestry.com. Okkur ber að staðfesta hver þú ert áður en við eyðum gögnunum þínum; þú gætir þurft að leggja fram afrit af opinberum skilríkjum þínum, sem verða eingöngu notað til að staðfesta auðkenni þitt og heimilisfang.
Ef þú ert „viðurkenndur umboðsaðili“ og ert að senda inn beiðni um eyðingu fyrir hönd eins af notendum okkar, sjá kafla 16.6.3.
16.6.3 Viðurkenndir umboðsmenn.Í viðeigandi lögsögum geta íbúar í Bandaríkjunum notað viðurkennda umboðsmenn til að leggja inn upplýsingabeiðnir og beiðnir um eyðingu. Jafnvel þó þú kjósir að nota viðurkenndan umboðsmann fyrir beiðni, þá gætir þú samt þurft að vinna beint með okkur til að útvega:
- Undirritað leyfi sem heimilar viðurkennda umboðsmanninum að koma fram fyrir þína hönd.
- Staðfestingu á auðkenni þínu (t.d. afrit af opinberum skilríkjum þínum, sem verða eingöngu notað til að staðfesta auðkenni þitt og heimilisfang).
Fyrir upplýsingabeiðnir verður skýrslan afhent þér í gegnum Ancestry-reikning þinn. Skýrslan mun ekki innihalda afrit af DNA-gögnum þínum eða ættartré. Ef þú vilt hlaða niður ættartrénu þínu eða DNA-gögnum, sjá kafla 16.6.1.
Ef þú ert viðurkenndur umboðsmaður skaltu senda okkur tölvupóst á [email protected].
16.6.4 Réttur til að áfrýja. Í samræmi við staðinn sem þú býrð á, ef beiðni þinni um að vita eða eyða gögnum þínum er neitað, getur þú haft rétt á að áfrýja. Þú getur gert það með að hafa samband við okkar í [email protected]. Vinsamlegast settu setninguna „beiðni um áfrýjun“ í efnislínuna og tilgreindu á skýran hátt ástæðurnar fyrir áfrýjuninni. Beiðnin verður skoðuð og þér verður tilkynnt um ákvörðun okkar.
16.6.5 Réttur til að leiðrétta. Þú hefur rétt á að leiðrétta ónákvæm persónugögn sem við varðveitum um þig. Þú getur gert það með því að fara í stillingar reiknings eða að hafa samband við okkar í [email protected].
16.7 Sala. Til að skrá þig úr markmiðuðum auglýsingum sjá kafla 16.5.
16.8 Viðkvæmar persónuupplýsingar. Við vinnum viðkvæmar persónuupplýsingar sem við söfnum um þig aðeins til að veita þér þjónustuna, þ.m.t. til að:
- Viðhalda gæðum og öryggi þjónustunnar;
- Bæta þjónustuna;
- Greina öryggisatvik;
- Sporna gegn og lögsækja illgjarnar, villandi, sviksamlegar eða ólöglegar aðgerðir sem beinast að Ancestry; og
- Viðhalda eða þjóna reikningum, veita viðskiptavinum þjónustu, vinna úr eða uppfylla pantanir og færslur, sannreyna upplýsingar um viðskiptavini, vinna úr greiðslum, veita greiningarþjónustu og veita geymslu.
Við kunnum einnig að vinna úr þessum viðkvæmu persónuupplýsingum eftir þörfum til að tryggja líkamlegt öryggi fólks og eins og krafist er í gildandi lögum.
16.9 Jafnræði. Við munum ekki mismuna þér fyrir að nýta þér réttindi þín samkvæmt viðeigandi bandarískum reglum um persónuvernd.
16.10 Shine the Light lög Kaliforníu. Einkaréttarlög Kaliforníu nr. 1798.83, einnig þekkt sem „Shine the Light“ lögin heimila notendum sem eru íbúar Kaliforníu að fara fram á og fá frá okkur lista yfir þær persónuupplýsingar (ef einhverjar) sem við birtum þriðju aðila sem hluta af beinni markaðssetningu þeirra á síðasta almanaksári og nöfn og heimilisföng þessara þriðju aðila. Einungis má senda inn beiðni einu sinni á ári og ekki er tekið gjald fyrir það. Samkvæmt kafla 1798.83 deilir Ancestry sem stendur engum persónuupplýsingum með þriðja aðila sem hluta af eigin beinni markaðssetningu.
16.11 Ársskýrsla. Smellið hér til að sjá árlega skýrslu yfir beiðnir á alþjóðavísu sem snúa að rétti til að vita/aðgangur viðfangs og rétti til að eyða.
16.12 Hafa samband. Ef þú ert með spurningar um persónuverndarstefnu eða -verklag sem snúa að Bandaríkjunum er hægt að hafa samband við okkur á usprivacyrequests@ancestry.com.
16.13 Úrræði.Ýmis alríkis-, ríkis- og staðbundin lög kunna að verja persónuupplýsingar þínar.
Íbúar Alabama sem vilja koma á framfæri ásökun um brot á persónuverndarlögum Alabama varðandi erfðafræðilegar upplýsingar frá árinu 2024, geta sent kvörtun til ríkissaksóknara Alabama.
Íbúar Kaliforníu sem vilja koma á framfæri ásökun um brot á persónuverndarlögum Kaliforníu varðandi erfðafræðilegar upplýsingar (GIPA) geta sent kvörtun til ríkissaksóknara Kaliforníu eða lögmanns umdæmis síns. Íbúar í borgum með fleiri en 750.000 íbúa geta sent kvörtun til borgarlögmanns, og íbúar í borgum með borgarsaksóknara í fullu starfi geta sent kvörtun til saksóknara borgar sinnar. Ef þú vilt senda kvörtun til lögmanns umdæmis þíns, borgar þinnar eða borgarsaksóknara getur þú haft samband við skrifstofu þeirra á staðnum fyrir frekari upplýsingar. Íbúar Kaliforníu sem telja að persónuupplýsingar sínar hafi verið notaðar ranglega geta sent kvörtun til ríkissaksóknara Kaliforníu eða California Privacy Protection Agency (CPPA).
Íbúar Minnesota sem vilja koma á framfæri ásökun um brot á persónuverndarlögum Minnesota varðandi erfðafræðilegar upplýsingar (GIPA) geta sent kvörtun til Minnesota Department of Commerce í samræmi við Minn. Stat. §45.027.
Íbúar Virginíu sem vilja koma á framfæri ásökun um brot á Va. Code Ann. §59.1-593 til §59.1-602 frá 2023 (sem snýr að persónuvernd erfðafræðiupplýsingar) geta sent inn kvörtun til ríkissaksóknara Virginíu.
Íbúar í öðrum fylkjum sem telja að persónuupplýsingar þeirra hafi verið notaðar á óviðeigandi hátt geta sent inn kvörtun til ríkissaksóknara síns eða viðeigandi eftirlitsaðila.
17. Viðbótarpersónuverndaryfirlýsing fyrir íbúa Ástralíu
Ef áströlsk persónuverndarlög 1988 (Cth) (Privacy Act) eiga við um meðhöndlun persónuupplýsinga þinna munu þessi ákvæði einnig gilda.
Erfðafræðilegar upplýsingar eru álitnar „viðkvæmar upplýsingar“ eins og kemur fram í persónuverndarlögum. Við munum aðeins safna, nota eða birta viðkvæmar upplýsingar um þig eins og lög leyfa, til dæmis þar sem við höfum fengið samþykki þitt til þess eða söfnunin er áskilin eða heimiluð samkvæmt lögum.
Í tengslum við kafla 8 (réttindi þín og val varðandi persónuupplýsingar þínar), gætir þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til viðkomandi persónuverndar- eða gagnaverndareftirlitsaðila í lögsögu þinni. Ef þú ert hins vegar með einhverjar spurningar eða ert með áhyggjur af meðhöndlun okkar á persónuupplýsingunum þínum, eða ef þú telur að við höfum ekki farið eftir þessari persónuverndaryfirlýsingu eða viðeigandi persónuverndarlögum í lögsögu þinni, biðjum við þig um að hafa fyrst samband við okkur með að nota upplýsingarnar í kafla 15 hér að ofan. Við munum rannsaka kvörtunina og ákvarða hvernig við bregðumst við ef við gerum það yfirhöfuð.
18. Viðbótarpersónuverndaryfirlýsing fyrir íbúa Brasilíu
Þessi kafli inniheldur upplýsingar um réttindi og skyldur sem hin almennu gagnaverndarlög Brasilíu settu á framfæri 13.709/2018 ("LGPD") sem gilda þegar:
- Vinnsla persónuupplýsinga á sér stað í Brasilíu;
- Þegar þú bíður upp á vörur og þjónustu í Brasilíu; eða
- Persónuupplýsingum er safnað í Brasilíu.
Lögin veita notendaréttindi eins og lýst er í kafla 8. Að auki við réttindi sem koma fram í kafla 8, veitir LGPD önnur réttindi:
- Upplýsingar um aðila sem ábyrgðaraðilinn hefur gögn um. Þú getur beðið Ancestry að veita upplýsingar varðandi deilingu persónuupplýsingar með þriðju aðilanum;
- Að gera þau nafnlaus, loka þeim eða eyða ónauðsynlegum, aukalegum eða öðrum ólöglega unnum gögnum. Vegna meginreglna um fullnægjanleika og nauðsyn getur þú farið fram á að Ancestry geri nafnlaus, loki eða eyði ónauðsynlegum, ósanngjörnum eða ólöglega unnum persónuupplýsingum;
- Afturköllun samþykkis. Þú getur beðið um að samþykki þitt til Ancestry til að vinna persónuupplýsingar sé afturkallað hvenær sem er; og
- Andstaða við meðferð sé hún ófullnægjandi. Þú getur mótmælt rangri vinnslu á persónuupplýsingum þínum.
Til að nýta þessi réttindi, vinsamlegast skoðið kafla 8.